- Advertisement -

Makríllinn: Hvað gerir löggan?

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Hér er sagt frá stórkostlegum mun á verði á makríl á Íslandi og í Noregi og þar af leiðandi því sem telja má örugga vísbendingu um stórkostlegt undanskot undan skiptum. Ef reiknaður er aflahlutur af mismuninum á verðinu hér og í Noregi má ætla að útgerðarmenn hafi stolið um 21,3 milljörðum króna á núvirði frá sjómönnum á árunum 2012 til 2018; og þá aðeins þeim sem stunduðu makrílveiðar. Engin ástæða er til að ætla að þjófnaður sé minni varðandi aðrar tegundir. Ef Ísland væri ekki eins gerspillt og það sannarlega er; væru lögreglubílar að leggja upp að skrifstofum allra útgerðarfyrirtækja á landinu til að leggja hald á bókhald, tölvupósta og annað sem nota má til að dæma útgerðarmenn fyrir stórkostlegan skipulagðan þjófnað frá starfsmönnum sínum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: