- Advertisement -

Mættu til að svíkja flokkinn

Inga Sæland sendir fyrrverandi samflokksmönnum sínum kveðjur í grein í Mogganum í dag. Greinin er löng. Hér einn hluti hennar:

„Ólaf­ur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son áttu aðeins eitt er­indi á Klaust­ur Bar þetta kvöld og vissu mæta­vel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing. Er upp­víst varð hvað þarna hafði farið fram átti stjórn Flokks fólks­ins eng­an ann­an kost en að fara fram á af­sögn þess­ara tveggja þing­manna. Þegar þeir urðu ekki við því þá var þeim vikið úr flokkn­um og svipt­ir öll­um trúnaðar­stöðum á hans veg­um. Þeir höfðu með gjörðum sín­um báðir fyr­ir­gert öllu trausti.“

Inga segir þá báða hafa gengið til liðs við flokkinn skömmu fyrir kosningar og fengið báðir oddvita sæti á framboðslistum í sínum kjördæmum. „Þeir komu að krás­un­um sem aðrir höfðu mat­reitt ofan í þá í boði Flokks fólks­ins og fengu 1. sæti, hvor í sínu kjör­dæm­inu.“

Inga skrifar: „Eng­inn stjórn­mála­flokk­ur hefði látið for­ystu­menn þing­flokks síns kom­ast upp með önn­ur eins svik án þess að slík­ir stjórnmálamenn hefðu verið látn­ir axla ábyrgð. Með þá Ólaf og Karl Gauta áfram inn­an­borðs hefði þing­flokk­ur Flokks fólks­ins ekki aðeins verið óstarf­hæf­ur held­ur einnig meðsek­ur í þeirri and­styggð sem fram fór á Klaust­ur Bar. Orðstír flokks­ins ónýt­ur og hann rú­inn öllu trausti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vegna athugasemda um að hún hafi prókúru fyrir reikningi flokksins segir hún að það hafi verið gert meðan flokknum óx fiskur um hrygg. Nú sé þetta breytt og hún sé einn af þremur prókúruhöfum. Séra Halldór Gunnarsson hefur tekið undir gagnrýnina á Ingu.

„Þeir þre­menn­ing­ar Ólaf­ur Ísleifs­son, Karl Gauti Hjalta­son og Hall­dór Gunn­ars­son þrýstu á að ég af­salaði mér prókúru og aðgangi að reikn­ing­um flokks­ins og færði þetta vald þeim í hend­ur. Stjórn flokks­ins tók það ekki í mál enda alla farið að gruna þessa menn um græsku færi svo að þeir fengju vald yfir fjár­mun­um flokks­ins. Enda hlýt­ur öll­um nú að vera ljóst að þeim var ekki treyst­andi. Okk­ur sem af ein­lægni störf­um í Flokki fólks­ins hrýs hug­ur við til­hugs­un­inni um að þeir hefðu haft sitt fram.“

„Nú er komið á dag­inn að þess­ir gömlu vagn­hest­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa síður en svo reynst happa­feng­ur fyr­ir okk­ur í Flokki fólks­ins,“ segir einnig í grein Ingu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: