Stjórnmál
Örugglega er leit að manni, utan Bandaríkjanna, sem styður Donald Trump ámóta og Davíð Oddsson gerir. Enn eitt Reykjavíkurbréf Moggans er skrifað honum til stuðnings. Hér eru tvö sýnishorn:
„Ekkert forsetaefni eða forseti hefur setið undir öðrum eins ákærum og ásökunum og Donald Trump hefur þolað í aðdraganda kosninganna sem nú fara fram. Þeir, sem helst héldu um spottana á brúðuheimili Hvíta hússins, lögðu svo sannarlega sitt af mörkum. Engu var líkara en þeir tryðu því, að ef dómsmálaráðuneytið, svo vel mannað sem það er, ákvæði eitthvað, þá væru því allir vegir færir og hreint aukaaðriði hvort aðgerð væri lögleg eða ekki.“
Svona er það. Svo er hitt sýnishornið:
„En þótt Trump væri skikkaður til að sitja undir bjálfaréttarhöldum daginn inn og út, þá fór hann í lok þessara ónýtu daga á opna fundi síðdegis, sem urðu sífellt fjölmennari. Og þessar ósvífnu ásakanir, og óstöðvandi ferðalög hans út um allar koppagrundir, urðu til þess að skoðanakannanir sýndu öran vöxt á fylgi við myndaða manninn, sem átti að drepa.“
Svona er nú það.