- Advertisement -

Maður hló ekki að Jesú

Hún var sett í spariföt og mátti því ekki fara út að leika sér.

Þegar senjoran var að alast upp á Íslandi mátti hún hvorki prjóna né sauma út á föstudaginn langa vegna þess að það jafngilti því að stinga Jesú, eins og pilturinn sá hefði ekki mátt þola nóg – engar nálar, engir prjónar, engin skæri þann daginn takk. Hún var sett í spariföt og mátti því ekki fara út að leika sér. Hún hefði þá bara farið að ærslast og það hefði nú ekki verið fallegt afspurnar að hún færi að hlæja daginn sem Kristur var krossfestur – maður hló ekki að Jesú – og svo hefði hún bara orðið skítug sem hefði fullkomnað virðingarleysið. Það var öllu skellt í lás alls staðar og er enn að mestu leyti að því er henni skilst. Hér í kaþólskunni á Spáni er allt galopið alls staðar og verður til tíu í kvöld eins og aðra föstudaga.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: