- Advertisement -

Má verkafólk ekki hafa völd í samfélaginu?

Hvað verður um „Frið“ á vinnu­mark­aði ef að samn­inga­nefnd Efl­ingar gefst ekki upp?“

„Ég vona að þið viljið lesa greinina sem hér fylgir. Í henni ræði ég m.a. stöðuna sem við í samninganefnd Eflingar stöndum frammi fyrir, þar sem að óforskömmuð og ólýðræðisleg tilraun er í gangi sem snýst um að hafa af Eflingarfélögum frelsið til að semja um eigin kjör. Þrátt fyrir að Efling sé langstærsta félag verka og láglaunafólks á landinu, þrátt fyrir að vinnuafl Eflingarfólks haldi sjálfu höfuðborgarsvæðinu gangandi á engu að síður að þröngva upp á samninganefnd Eflingar samning sem aðrir gerðu, samning sem er óviðunandi fyrir félagsfólk Eflingar, “ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

„Ég skora á ykkur að standa með okkur í samninganefnd Eflingar. Við stöndum ekki aðeins í baráttu um að ná ásættanlegum samningi fyrir Eflingarfólk, heldur snýst slagurinn einnig um það hvort að verkafólk megi hafa völd samfélagi okkar. Það er því sannarlega mikið í húfi.Við sem brutumst inn í stærstu hreyf­ingu launa­fólks á Íslandi, í óþökk hreyf­ing­ar­innar og valda­mesta fólks lands­ins, í þeirri von að inn­brotið myndi skila verka­fólki höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, félags­fólki Efl­ing­ar, raun­veru­legum ávinn­ingi, höfum séð margar af vonum okkar ræt­ast. Þeir kjara­samn­ingar sem að bar­átta okkar fæddi skil­uðu vinnu­afl­inu efna­hags­legum árangri, mældum og útreikn­uðum af sjálfri Kjara­töl­fræði­nefnd. Því getur eng­inn neit­að. Hvers vegna náðum við árangri? Vegna þess að áður en við létum til skarar skríða hugs­uðum við vel og lengi um gömlu vopnin og fólkið sem mót­aði þau. Fólk sem í krafti sam­stöð­unnar horfð­ist í augu við eigna­leysi sitt, og valda­leysið fætt af eigna­leys­inu, reis upp í stað þess að brotna frammi fyrir grimmd ann­ara í þeirra garð og skap­aði úr sjálfu sér stór­kost­legan mátt sem umbreytt­ist í raun­veru­legt sam­fé­lags­legt vald. Fólk sem skyldi grund­vall­ar­mik­il­vægi sitt í verð­mæta­fram­leiðslu þjóð­fé­lags­ins og gat, vopnað þeim skiln­ingi og því stolti sem hann veit­ir, breytt sjálfu sér í nokkuð sem and­stæð­ing­ur­inn, efna­hags­leg og póli­tísk valda­stétt, varð ein­fald­lega að við­ur­kenna og koma til móts við; valdið til að skapa krísu með því að leggja niður störf. Verka­fólk sem skildi að það hafði þetta vald, sem hafði hug­rekkið til að beita því gat knúið á um bylt­ing­ar­kenndar þjóð­fé­lags­legar umbætur og fram­far­ir, m.a. frelsið til að semja sjálft um verð síns vinnu­afls.

Við hugs­uðum um þessar mögn­uðu stað­reyndir og tókum ákvörðun um að nota gömlu vopn­in, þau sem skilað hafa mestum árangri. Og með því að nota þau komumst við áfram í bar­átt­unni fyrir efna­hags­legu rétt­læti til handa því fólki sem þrátt fyrir grund­vall­ar­mik­il­vægi hafði verið dæmt til að hýr­ast út í horni óávarpað og lítt sýni­legt, ára­tugum sam­an, í nafni sjúkrar Þjóð­ar­sáttar um óheft arð­rán á alþjóð­legri stétt verka- og lág­launa­fólks á Íslandi. Þetta fólk færði sig úr horn­inu, mynd­aði nýja fram­varð­ar­sveit í íslenskri verka­lýðs­bar­áttu og sann­aði fyrir sjálfu sér og öðrum að eng­inn er betri í að berj­ast en þau. Mörgum er það mikið kapps­mál að reka Efl­ing­ar-­fólk aftur út í horn; hversu mikla upp­risu vinnu­aflsins geta menn eig­in­lega þol­að? Hvað verður um „Frið“ á vinnu­mark­aði ef að samn­inga­nefnd Efl­ingar gefst ekki upp?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: