- Advertisement -

Má ulla á annan borgarfulltrúa – eða má það ekki?

Ekki er hægt að fjötra málfrelsi kjörinna fulltrúa með heimatilbúnum reglum sem eiga sér ekki lagastoð.

„Í dagskrárlið 5, sem ber heitið Hegðunarreglur fyrir kjörna fulltrúa voru lögð fram „drög um fagteymi sambandsins vegna brota á hegðunarreglum fyrir kjörna fulltrúa“,“ sagði Vigdís Hauksdóttir á borgarráðsfundi í gær.

„Hér er Samband íslenskra sveitarfélaga komið á hálan ís og langt, langt fram úr hlutverki sínu. Hegðunarreglur fyrir kjörna fulltrúa? Er sveitastjórnarstigið komið á leikskólastigið með fullri virðingu fyrir leikskólabörnum. Nú stendur til að fjötra málfrelsi kjörinna fulltrúa bæði með siðareglum og hegðunarreglum góða fólksins. Undir hvora regluna fellur það þegar t.d. kjörinn fulltrúi ullar á annan?“

Síðan bætti hún við: „Óskað er eftir að borgarráð fái drög að þessum hegðunarreglum og brota á þeim fyrir kjörna fulltrúa. Ekki er hægt að fjötra málfrelsi kjörinna fulltrúa með heimatilbúnum reglum sem eiga sér ekki lagastoð. Það sannaðist í nýlegu máli þegar rannsóknarréttur ráðhússins var virkjaður fyrir upplognar sakir í ímynduðu eineltismáli gegn kjörnum fulltrúa.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: