- Advertisement -

Má ráðherra vera auglýsingastandur?

Enn vekja svör hins opinbera við spurningum Björns Leví Gunnassonar athygli.

Björn Leví óskaði í febrúar eftir upplýsingum um hversu oft aðrir ráðherrar hefðu leitað til forsætisráðuneytisins, þ.e. frá árinu 2013 til að fá ráðgjöf um túlkun siðareglna eða samþykki vegna aukastarfa ráðherra.

Í svarinu kemur fram að sex tilvik hefðu fundist í málaskrá ráðuneytisins.

Á vef Rúv má lesa þetta: „Fyrsta málið varðar beiðni frá aðstoðarmanni Ragnheiðar Elínar í október 2014 um að Ragnheiður Elín fengi að bera skartgripi opinberlega sem gullsmiður hafði boðist til að lána henni. Ekki yrði um gjöf að ræða heldur mundi Ragnheiður Elín skipta um gripi reglulega. „Ráðherra óskaði eftir því við mig að kanna við þig hvort þetta standist ekki örugglega siðareglur ráðherra,“ segir í tölvupósti aðstoðarmannsins til forsætisráðuneytisins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér spyr þáverandi ráðherra nánast hvort ráðherra megi vera auglýsingastandur. Svarið var nei.

Hér er frétt ruv.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: