Hrafn Magnússon skrifaði:
„…komu þjóðinni á vonarvöl…“
„Væri ekki ástæða fyrir stjórnvöld að biðja almenning um tillögur hvað betur mætti fara í einkarekstri? Að mínu viti ríkir lítil og jafnvel engin samkeppni milli bankanna, hvað þá hjá olíufélögunum og tryggingafélögunum Þessi fyrirtæki sópa til sín arði og auka misskiptingu hér á landi. Er ekki kominn tími til koma í veg fyrir sóun í einkarekstri, fjármálamistökum og lélegri stjórnun. Hvað með undanskot skatta hjá þessum fyrirtækjum og almennt í einkarekstri. Það voru þessir aðilar en ekki ríkið eða bæjarfélög sem komu þjóðinni á vonarvöl í fjármálahruninu haustið 2008.“