- Advertisement -

Má Dagur borgarstjóri gefa olíufélögunum verðmæti upp á tuttugu milljarða?

„Á fundi borg­ar­ráðs 24. júní sl. lagði borg­ar­stjóri fram samn­inga sem hann hafði hand­salað við olíu­fé­lög­in um að af­henda þeim end­ur­gjalds­laust vald­ar lóðir sem und­ir bensínstöðvunum eru.“

Vigdís Hauksdóttir Miðflokki skrifar grein í Moggann sem vert er að lesa. Við lestur greinarinnar vakna nokkra spurningar. Ekki bara hjá Vigdísi. Líka hjá okkur hinum sem lesum greinina hennar. Er stjórnun Reykjavíkurborgar með þessum eindæmum eða veður Vigdís reyk?

Í dag eru 46 skráðar bens­ín­stöðvar inn­an marka Reykja­vík­ur­borg­ar og eru þá meðtald­ar smærri sjálfsaf­greiðslu­stöðvar. Heild­ar­flat­ar­mál lóðanna er um 141 þúsund fer­metr­ar eða um 14 hekt­ar­ar. Á fundi borg­ar­ráðs 24. júní sl. lagði borg­ar­stjóri fram samn­inga sem hann hafði hand­salað við olíu­fé­lög­in um að af­henda þeim end­ur­gjalds­laust vald­ar lóðir sem und­ir bensínstöðvunum eru. Heild­ar­flat­ar­mál þeirra lóða eru rúm­ir 6,5 hekt­ar­ar. Hér er um full­kom­inn gjafa­gjörn­ing að ræða. Borg­ar­stjóri er að gefa frá Reykja­vík­ur­borg all­an bygg­inga­rétt á lóðunum sem á heima inni í eign­ar­sjóði og síðar borg­ar­sjóði. Samn­ing­arn­ir eru tvíþætt­ir. Í fyrsta fasa er um að ræða 12 lóðir sem olíu­fé­lög­in Olís, N1 og Skelj­ung­ur ásamt Hög­um, Festi og Krón­unni fá end­ur­gjalds­laust. Þessi fé­lög ásamt Dæl­unni og Atlantsol­íu hafa jafn­framt gert framtíðarsamn­inga um sama efni þegar hin svo­kallaða borg­ar­lína fer að taka á sig mynd því gjafa­gjörn­ing­ur­inn nær til þeirra bens­ín­stöðva sem að henni liggja. Þar fel­ast gríðarlega dul­in framtíðar­verðmæti sem ógern­ing­ur er að verðmeta nú.

Þær lóðir sem eru nú „að fara í vinnu“ fyr­ir þessi fyr­ir­tæki eru Álf­heim­ar 49, Álfa­bakki 7, Eg­ils­gata 5, Ægisíða 102, Hring­braut 12, Stóra­gerði 40, Skóg­ar­sel 10, Elliðabraut 2, Rofa­bær 39, Birki­mel­ur 1, Skóg­ar­hlíð 16 og Suður­fell 4.

Ekki und­ir nein­um kring­um­stæðum get­ur sveit­ar­fé­lag gefið frá sér eig­ur sín­ar, land eða auðlind­ir.

Komið hef­ur fram að virði bygg­inga­rétt­ar á lóðinni á Ægisíðu 102 er 2 millj­arðar. Sú lóð er 0,6 hekt­ar­ar og er því um 10% af þeim lóðum sem borg­ar­stjóri er að gefa nú. Því má áætla að heild­ar­virði bygg­inga­rétt­ar á lóðunum tólf losi um 20 millj­arða. Þá eru framtíðarsamn­ing­arn­ir ótald­ir sem eiga eft­ir að hlaupa á tug­um millj­arða. Ég tel að svona samn­ing­ar séu ólög­leg­ir því ekki er hægt að mynda eign­ar- eða hefðarétt á leigu­lóð. Enda vitn­ar Hæsta­rétt­ar­dóm­ur nr. 240/​2003, Skelj­ung­ur hf. gegn Sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði vitni um það. Í dómsorði kem­ur fram: „S hf. leigði lóð af sveit­ar­fé­lag­inu H til tutt­ugu ára. Að lokn­um leigu­tíma var lóðin leigð hluta­fé­lag­inu áfram til fimm ára. Að þeim tíma liðnum náðist ekki sam­komu­lag um áfram­hald­andi leigu­rétt S hf. á lóðinni. Var sveit­ar­fé­lag­inu heim­ilað að fá S hf. borið út af lóðinni með bens­ín­stöðvar- og veit­inga­hús sitt og öllu, sem því til­heyrði, þar með töld­um olíu- og bens­ín­tönk­um í jörðu.“ Það er ljóst að þenn­an gjörn­ing þarf að rann­saka og skoða. Því ætla ég að flytja til­lögu á borg­ar­stjórn­ar­fundi sem verður hald­inn 1. fe­brú­ar nk. sem er svohljóðandi: „Borg­ar­stjórn samþykk­ir að Innri end­ur­skoðanda verði falið skoða og leggja mat á lög­mæti samn­inga Reykja­vík­ur­borg­ar við olíu­fé­lög­in sem lagður var fram í borg­ar­ráði 24. júní 2021. Verði þeirri skoðun lokið fyr­ir 1. maí nk.“ Til grund­vall­ar liggja samn­ing­arn­ir sem finna má á þess­ari slóð (stytt): http://mbl.is/go/9j­ef7 og áður­nefnd­ur hæsta­rétt­ar­dóm­ur.

Ekki und­ir nein­um kring­um­stæðum get­ur sveit­ar­fé­lag gefið frá sér eig­ur sín­ar, land eða auðlind­ir. Það er ekki borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík að taka þátt í að umbreyta olíu­fé­lög­un­um í fjár­fest­inga- og/​eða fast­eigna­fé­lög þegar stefna stjórn­valda er orku­skipti í sam­göng­um.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: