- Advertisement -

Lýsir yfir vantrausti á Bjarna Ben

„Ég ætla að vitna í orð Mikka refs þegar ég segi, þetta er það mesta bull sem ég hef nokkurn tíma heyrt.“

 

„Ég lýsi hér með yfir skýlausu vantrausti mínu á fjármála- og efnahagsráðherra — ef það var nokkurn tíma í vafa þá er best að gera grein fyrir því hér og nú svo það velkist enginn í vafa um það,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson alþingismaður rétt í þessu.

Tilefnið er svar Bjarna, eða ráðuneytis hans, við fyrirspurn frá þingmanninum, sem þykir svarið þunnt í roðinu.

„1. Hvenær fór fram mat á því hvort efni skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varðaði almannahag, sem bæri þá að birta samkvæmt siðareglum ráðherra?
Skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var unnin að frumkvæði Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Birting hennar var því algerlega án utanaðkomandi kvaða eða mats á því hvort þær ættu við samkvæmt siðareglum.

  1. Hver var niðurstaða þess mats?
    3. Ef það mat fór fram ekki síðar en í október árið 2016 og niðurstaða matsins var sú að efni skýrslunnar varðaði almannahag, hvers vegna var skýrslan ekki gefin út samstundis?
    Í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar kemur fram að slíkt mat átti ekki við.
  2. Hvaða verklagsreglur gilda um birtingu gagna sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur og varða almannahag, með tilliti til 6. gr. siðareglna ráðherra?
    Ráðuneytið kappkostar að birta almenningi allt það efni sem því ber skylda til og annað efni sem það hefur undir höndum bæði á vefsíðu ráðuneytisins og öðrum vefjum, svo sem á opnirreikningar.is, ríkisreikningur.is og rsk.is, í fréttatilkynningum og á hvern þann hátt sem talinn er heppilegastur hverju sinni.“

Ég ætla að vitna í orð Mikka refs þegar ég segi, þetta er það mesta bull sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Það er gersamlega fáránlegt að ráðherra komist upp með að svara svona.

Í fyrsta lagi var skýrslan ekki unnin að frumkvæði Bjarna, hann tók sér þá ábyrgð að gera þessa skýrslu af þingnefnd sem hafði áform um að láta gera samskonar skýrslu. Hvers vegna nefndin leyfði Bjarna að taka skýrsluna í sínar hendur hef ég ekki hugmynd um.

Í öðru lagi þá kemur það „frumkvæði“ nákvæmlega ekkert við hvort ráðherra á að sinna upplýsingaskyldu sinni eða ekki. Ef ráðherra fær upplýsingar í hendurnar sem varða almannahag þá á, samkvæmt siðareglum, ráðherra að hafa _frumkvæði_ að því að birta slíkar upplýsingar.

Í þriðja lagi er ráðherra að segja þarna að það hafi einmitt ekkert mat verið gert á því hvort ráðherra hafi haft undir höndunum upplýsingar sem vörðuðu almannahag. Það eitt og sér er stórkostlega athugavert. Það er bara sagt að efni skýrslunnar hafi verið utan gildissviðs siðareglna.

Í síðasta lagi þá segist ráðuneytið kappkosta að birta almenningi allt það efni á hvern þann hátt sem er talinn heppilegastur hverju sinni … eða með öðrum orðum, ef það er skýrsla með upplýsingar sem varða almannahag og fjallar efnislega um ástæður þess að blásið var snemma til kosninga, þá er bara heppilegt að stinga þeirri skýrslu ofan í skúffu.“

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: