- Advertisement -

Lýsir metnaðarleysi og undirlægjuhætti

Að það sé upp á náð og miskunn stjórnvalda að verkalýðshreyfingin hafi einhverja aðkomu.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Stærsti hagsmunahópur í landinu, sem telur um 200 þúsund manns, hefur lítil sem enginn völd. Þetta er hópur hinna vinnandi stétta. 90,7 prósent hópsins er í stéttarfélögum. Það er því gríðarlegur fjöldi sem myndar verkalýðshreyfinguna í landinu. Samt er hún nánast valdalaus eins og sést best núna á tímum kórónaveirunnar. Það er eitthvað mikið að. Það er vitlaust gefið. Leikreglurnar þarf að endurskoða frá grunni. Hætta að líta á 200 þúsund manns á Íslandi sem valdalausa þjóna atvinnurekenda, stjórnvalda, auðmanna og fjármagnseigenda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. 

Þetta valdaleysi verkalýðshreyfingarinnar er æpandi núna. Það er verið að taka risastórar ákvarðanir um lífsafkomu hinna vinnandi stétta án þess að samtök launafólks eigi skilyrðislausa aðkomu að þeim. Og ASÍ kvartar undan samráðsleysi stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna við gerð efnahagsaðgerða vegna kórónuveirunnar. Hvers vegna í ósköpunum má þetta vera? Hvernig má það vera að stjórnvöld séu að taka svona ákvarðanir án þess að þau séu skyldug til að vinna náið með verkalýðshreyfingunni? Að það sé upp á náð og miskunn stjórnvalda að verkalýðshreyfingin hafi einhverja aðkomu. Að hægt sé að hunsa hagsmunasamtök hátt í 200 þúsund manna. Það sér hver maður að þetta algjörlega absúrd og löngu kominn tími til að stokka upp spilin og byrja upp á nýtt.

Orð Drífu Snædal forseta ASÍ í þessari frétt lýsa vel þessu ótrúlega valdaleysi verkalýðshreyfingarinnar. „For­svars­fólk rík­is­stjórn­ar­innar hefur kosið að þróa til­lögur til aðgerða við for­dæma­lausum aðstæðum einkum í sam­tali við sjálft sig. Reyndin er hins vegar sú að þekk­ingin og reynslan liggur hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni og aðeins með sam­tali og sam­vinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærð­argráðu sem við nú stöndum frammi fyr­ir. Krafa okkar um sam­ráð snýr að þessu.“

Svo mörg voru þau orð. Og svo má velta fyrir sé hvers vegna í ósköpunum að hreyfingin sem hefur allan þennan fjölda á bak við sig skuli ekki hafa meiri völd. Þetta lýsir ótrúlegu metnaðarleysi og undirlægjuhætti. Viðhorfum um að eðlilegt sé að stjórnvöld, atvinnurekendur, auðmenn og fjármagnseigendur hafi völdin og að hinn 200 þúsund manna hópur hinna vinnandi stétta eigi að fara bónarleið að borði.

Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: