- Advertisement -

Lyfjakostnaður minnkaður

Hlutur sjúkratryggðra í lyfjakostnaði lækkaði þann 1. janúar. Þak á árlegum hámarkskostnaði lyfjanotenda lækkar um 10% og fer þannig hjá  almennum notendum úr 69.416 kr. í 62.000 kr. og hjá börnum og lífeyrisþegum og ungmennum yngri en 22 ára  úr 46.277 kr. í 41.000 kr.

Á vef Velferðarráðuneytisins má sjá að jafnframt því sem hámarksþök lyfjakostnaðar á tólf mánaða tímabili lækka um 10% lækki að sama skapi fjárhæðir afsláttarþrepa í lyfjagreiðslukerfinu. Lyfjagreiðslukerfið miðast við að notendur borgi lyf sín að fullu þar til ákveðinni fjárhæð er náð, en eftir það greiða sjúkratryggingar 85% af verði lyfjanna á móti 15% hlutdeild sjúklings. Full greiðsluþátttaka almenns lyfjanotanda miðast nú við 24.075 kr. en lækkar niður í 22.000 kr. og hjá börnum og lífeyrisþegum fer þessi fjárhæð úr 16.050 kr. í 14.500 kr.

Ávinningur sjúklinga

Sú lækkun lyfjakostnaðar sem reglugerð heilbrigðisráðherra felur í sér er í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka hlut sjúklinga í lyfjakostnaði um 5%. Ávinningur sjúklinga verður þó eitthvað meiri en þessu nemur vegna lækkunar virðisaukaskatts á lyf um áramót úr 25,5% í 24%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá á vef ráðuneytis.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: