- Advertisement -

Lyfjakostnaður einstaklinga minnkar

Ákveðið hefur verið að leggja til breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 vegna bjartari þjóðhagsspár og batnandi afkomu ríkissjóðls.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið nokkrar breytingar á fjárlagafrumvarpinu og má nefna að neðra þrep virðisaukaskattskerfisins lækkar úr 12% í 11%. Segir á vef fjármálaráðuneytis að áhrif á vísitölu neysluverðs til lækkunar verði eða um 0,35% í stað 0,2%. Ásamt því muni kaupmáttur ráðstöfunartekna aukast um 0,65% í stað 0,5%. Afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskattskerfisins muni sömuleiðis leiða til umtalsverðrar lækkunar á neysluútgjöldum heimilanna þrátt fyrir hækkun neðra þrepsins.

Aðrar breytingar eru:

  • Þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5% með 150 m.kr. aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%.
Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um 2.125 m.kr.
    – 1.000 m.kr. hækkun til Landspítalans. Samtals 49,4 ma.kr. fjárheimild sem hefur aldrei verið hærri.
    – 250 m.kr. ný rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt.
    Tækjakaup á landsbyggðinni 100 m.kr.
    Styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva 100 m.kr.
    FSA 50 m.kr.
  • Stóraukið framlag sem nemur 875 m.kr. vegna hönnunar meðferðarkjarna nýs Landspítala.

Efling menntakerfisins

  • Framlög til menntamála aukast um 767 m.kr.
    – Aukin framlög til háskóla 617 m.kr.
    – Vinnustaðanámssjóður 150 m.kr. – framlag gert varanlegt

Húsaleigubætur aukast

  • Til að koma til móts við tekjulægstu leigjendur á húsnæðismarkaði verður  400 m.kr. varið til viðbótar þegar ákveðnu framlagi til að bæta stöðu þeirra.

Auk þess má nefna til viðbótar framlög til eftirfarandi málaflokka: sóknaráætlanir landshluta, vegaframkvæmdir, íþróttamál, Landhelgisgæslan, VIRK, lýðheilsa  og brothættar byggðir.

Sjá frétt á vef ráðuneytis.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: