Stjórnmál

Lýðskrumarar sem finna að Samherja

By Miðjan

May 11, 2021

„Það er gustur í hárinu á honum og heilanum undir því,“ þannig söng kúrekinn Hallbjörn um Davíð Oddsson. Þetta hefur átt sérlega vel við í gær þegar Davíð skrifaði Staksteinana sína. Þar finnur han harkalega að því að flokksformennirnir Þorgerður Katrín og Logi Einars hafi rætt mál Samherja á Alþingi.

„Það fór vel á því að for­menn syst­ur­flokk­anna Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar sam­einuðust á Alþingi í gær í tang­ar­sókn gegn for­sæt­is­ráðherra vegna sjáv­ar­út­vegs­ins. Sam­fylk­ing og Viðreisn láta fá tæki­færi ónýtt að veit­ast að þess­ari und­ir­stöðuat­vinnu­grein þjóðar­inn­ar og virðast kæt­ast sér­stak­lega lendi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í erfiðri umræðu. Það lýs­ir sér­kenni­legu viðhorfi til mik­il­vægr­ar at­vinnu­grein­ar og vek­ur spurn­ing­ar – svo ekki sé fast­ar að orði kveðið – um er­indi þess­ara flokka í stjórn­mál­um,“ var skrifaði í Hádegismóum þegar degi var tekið að halla á sprungusvæðinu skæða.

Áfram er haldið á sama hátt: „Fundið var að því að sér­stak­ur skatt­ur á sjáv­ar­út­veg, veiðigjöld­in svo­kölluðu, væri ekki hærri en raun ber vitni. Þau nema millj­örðum króna á ári hverju, breyti­legt eft­ir af­komu, og þetta eru gjöld sem eng­in önn­ur at­vinnu­grein þarf að bera. Og fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi er­lend­is greiða ekki held­ur slík­an auka­skatt, en ís­lensku fyr­ir­tæk­in þurfa að keppa við þau, jafn­vel er­lend fyr­ir­tæki á rík­is­styrkj­um.“

Af lestrinum sést hver staðan væri ef Davíð var enn með valdatauma. Höldum áfram:

„Áróður syst­ur­flokk­anna geng­ur út á það að sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiði út óhóf­leg­an arð. Það þykir lík­lega hljóma vel og lík­legt fyr­ir lýðskrum­ara í aðdrag­anda kosn­inga til að slá nokkr­ar keil­ur. En staðreynd­in er sú að sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiðir alls ekki meiri arð en fyr­ir­tæki al­mennt. Og lýðskrums­flokk­arn­ir vita ef­laust að arðsemi í sjáv­ar­út­vegi er minni en al­mennt meðal til dæm­is skráðra fyr­ir­tækja. En staðreynd­ir mega ekki þvæl­ast fyr­ir þegar kosn­ing­ar nálg­ast.“

Blablabla.