Pólitískur guðfaðir Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs skrifaði bók sem hét: „Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis“. Sjálfstæðisflokkurinn gumar mjög að því hversu margt fólk tók þátt í prófkjörum flokksins. „Lýðræðisveisla“ heyrðist úr hverjum glugga Valhallar.
Nú er „veislan“ búin. Tiltektin er hafin. Í ljós kom að bæði Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafa gengið um sníkjandi peninga, hjá hinum og þessum, til að borga fyrir þau ógreidda reikninga.
„Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis“. Þess vegna hafa þau bæði sært pólitíska stöðu sína. Þau eru sníkjudýr. Og eiga eftir að bíta úr nálinni með framgöngu sína. Kannski gaf þeim enginn peninga. Heldur fjárfest í ráðherrunum tveimur.
Þau eiga eftir að borga til baka. Hverja einu og einustu krónu. Það var engin veisla í Valhöll. Það var sukk og svínarí.
-sme