- Advertisement -

Lýðræði er eitur í beinum kommúnista

„Eftir hina herfilegu, pólitíska misnotkun kommúnista á verkalýðsfélögunum.“

1961 var ríkisstjórn Emils Jónssonar við völd.

Mogginn hefur lengi varið plássi undir baráttu gegn verkafólki. Hér er vitnað til Staksteina frá því í september 1961.

„Eftir hina herfilegu, pólitíska misnotkun kommúnista á verkalýðsfélögunum við verkfallsbaráttu þeirra í sumar, hafa augu margra opnazt fyrir nauðsyninni til breytinga á núgildandi vinnulöggjöf. Þó að mikið hafi verið rætt um þessi mál öðru hverju undanfarin ár, hafa þó fram að þessu ekki verið settar fram neinar ákveðnar tillögur til úrbóta.“

„Á þingi sínu, sem nú er nýlokið, gerðu ungir sjálfstæðismenn samþykkt um þessi efni, og mun það vera i fyrsta skipti, sem stjórnmálasamtök koma fram með ákveðnar hugmyndir til breytinga á þessari þýðingarmiklu, en gölluðu, löggjöf. Hafa tillögur ungra sjálfstæðismanna vakið mikla athygli, en kommúnistar búa sig að sjálfsögðu undir að slá skjaldborg um þetta vanskapaða fjöregg sitt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Settar verði skorður við því, að margir starfshópar geti stöðvað sömu atvinnugrein með keðju verkföllum. Telur þingið, að vinna beri að því, að á komist heildarsamningar launþega og atvinnurekenda um kaup og kjör.“

„Það þarf raunar engan að undra, þótt kommúnistar reki upp öskur, þegar tillögur sem þessar eru fram bornar. Þær leggja áherzlu á verndun lýðræðisins innan stéttarfélaga, og allt tal um lýðræði er eitur í beinum kommúnista.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: