Fréttir

Lúffa fyrir Bjarna Ben

By Miðjan

April 04, 2018

Eiríkur Jónsson, sem lengi var formaður Kennarasambandsins, er undrandi sem margir aðrir. Hann skrifar:

„Það eru 5 konur í ríkisstjórn og engin þeirra virðist ætla að gera neitt til að fjármálaráðherra komi til móts við ljósmæður. Lúffa bara fyrir Bjarna Ben af því það er svo gaman að vera með honum í ríkisstjórn. Það er ekki nóg að titla sig femínista á hátíðisdögum og hreifa svo hvorki legg né lið þegar karlremburáðherra í þeirra eigin ríkisstjórn traðkar á kvennastéttum landsins.“