Guðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins, er meðal þeirra fjölmörgu sem gera alvarlegar athugasemdir við framgöngu Davíðs Oddssonar og Haraldar Johannessen gagnvart blaðamönnum á Mogganum.
„Í löglegu verkfalli hafa yfirmenn MBL hafa skipað öðrum starfsmönnum að ganga í störf verkfallsmanna, auk þess að fjölda blaðamanna sagt upp, þar á meðal nokkrum sem höfðu mótmælt verkfallsbrotum Árvakurs. Þetta er lúaleg og ósiðleg framkoma hjá Árvakri og yfirmönnum þar sem aldrei hefur verið liðinn og mun örugglega kalla á frekari aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar,“ skrifar Guðmundur.
Þorkell Sigurlaugsson er einnig undrandi á fantaskapnum:
„Ritstjóri Viðskiptablaðs Morgunblaðsins Stefán Einar Stefánsson, kennir launabaráttu við blaðamenn um uppsagnir 15 starfsmanna Morgunblaðsins, en ástæður uppsagnanna eru að sögn Haraldar Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, versnandi efnahagsástand hér á landi og langvarandi erfið rekstrarskilyrði fjölmiðla, innlendra ekki síður en erlendra.
Ég held að það sé meira sannleikanum samkvæmt það sem framkvæmdastjórinn segir en viðskiptasiðfræðingurinn. Hvorugt er samt alveg sannleikanum samkvæmt, því sumir fjölmiðlar virðast ganga þokkalega a.m.k. fjárhagslega mun betur en Morgunblaðið.“