- Advertisement -

Losið okkur undan skömminni

„Sómi okkar ætti að bjóða okkur að koma þessu í viðunandi horf svo að allir geti vel við unað.“

Jakob Frímann Magnússon.

Alþingi „Það er sannarlega yfir mörgu eða gleðjast á Íslandi. Hér drýpur smjör af hverju strái og flestir hafa það betra en áður. Við erum í hópi allra ríkustu þjóða heims og erum laus við mörg af þeim vandamálum sem hrjá nágrannaþjóðirnar. Sú staðreynd breytir ekki því að við erum með tíund landsmanna í fátækt. Um það er ekki mikið deilt,“ sagði Jakob Frímann Magnússon á Alþingi fyrr í dag.

„Þeim hefur fjölgað nokkuð með þeirri fjölgun sem orðið hefur á flóttafólki og fólki frá öðrum þjóðum sem hefur kosið að leita hér skjóls og við þurfum ekki að bera kinnroða af því hvernig við höfum tekið á móti því fólki. Margir kvarta yfir kostnaðinum við það eins og gengur og ýmsar breytingar í sjónmáli hvað varðar þann málaflokk. Við í Flokki fólksins höfum látið reikna út að það myndi kosta u.þ.b. 40 milljarða að koma fátækasta fólkinu til sómasamlegs lífeyris.

Það kæmist þokkalega af, reiknuðum við út, á 350.000 kr. lágmarksgreiðslu, skatta- og skerðingarlaust. Það myndi kosta samfélagið um 35 milljarða. Við verðum að miða þetta við 400.000 kr., skatta- og skerðingarlaust, í dag, liðlega 40 milljarða af 1.600 milljarða fjárlögum. Sómi okkar ætti að bjóða okkur að koma þessu í viðunandi horf svo að allir geti vel við unað. Það er enginn sáttur við þessa staðreynd sem varðar þessi 10%. Ég beini því til stjórnvalda að taka þessi mál nú föstum tökum og leysa okkur undan þeirri skömm sem í þessu felst,“ sagði Jakob Frímann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: