- Advertisement -

Loksins frumvarp gegn kennitöluflakki

Lilja fagnar að loks eigi að taka á málinu.

Lilja Mósesdóttir skrifar:

Frábært og löngu tímabært að taka á kennitöluflakki! Veturinn 2009-2010 lagði ég ásamt Guðfríði Lilju Grétarsdóttir, Þór Saari og Vigdísi Hauksdóttur fram fyrsta frumvarpið um kennitöluflakk. Lögfræðingar innanríkisráðuneytisins töldu frumvarp okkar ganga of langt, þ.e. brjóta gegn rétti til atvinnufrelsis.

Ögmundur Jónasson lofaði okkur eftir að hann varð innanríkisráðherra að láta lögfræðinga ráðuneytisins finna löglega leið til taka á kennitöluflakki og nú ætlar innanríkisráðherra loks að leggja fram frumvarp. Hrós til allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóginn! Ég treysti því að frumvarpið verði lagt fram og samþykkt fyrir þinglok í vor.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fengið af Facebooksíðu Lilju.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: