- Advertisement -

Loka augunum fyrir vinnumansali

Það er óþolandi og með öllu ólíðandi að uppsveifla í efnahagslífinu sé að hluta til drifin áfram af misnotkun á vinnandi fólki. Til eru atvinnurekendur sem stela vísvitandi af launum starfsmanna.

„Ein versta mynd félagslegs undirboðs er mansal á vinnumarkaði og hafa stéttarfélögin beðið eftir aðgerðaráætlun síðustu tvö árin. Það er löngu tímabært að stjórnvöld geri það sem til þeirra friðar heyri til að uppræta mansal enda þolinmæði þeirra sem sjá skelfilegar afleiðingar mansals löngu þrotin,“ segir meðal annars í ályktun formannafundar Starfsgeinasambandsins.

„Það er óþolandi og með öllu ólíðandi að uppsveifla í efnahagslífinu sé að hluta til drifin áfram af misnotkun á vinnandi fólki,“ segir þar einnig.

„Þeir atvinnurekendur sem vísvitandi stela launum af starfsfólki standa því einungis frammi fyrir því að þurfa að greiða launin ef upp um þá kemst og viðkomandi starfsmaður krefur þá um launin. Stéttarfélögin gera annars vegar greinarmun á þeim atvinnurekendum sem vegna vanþekkingar greiða rangt og leiðrétta laun gagnvart öllum starfsmönnum eftir athugasemdir og hins vegar þeim atvinnurekendum sem síendurtekið og meðvitað stela launum frá starfsfólki. Hörð refsing verður að fylgja slíku háttalagi.“

„Einn fylgifiska stóraukinnar ferðaþjónustu og byggingaframkvæmda síðustu ár eru aukin félagsleg undirboð á vinnumarkaði og bein misnotkun á fólki sem kemur hingað til lands að vinna. Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa orðið vör við þessa þróun ásamt ótal birtingamynda félagslegra undirboða.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Íslendingar verstir af öllum vondum


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: