Það er kannski ekki nema von að fjölga eigi í lögreglunni verði vaninn sá að lögregla gæti ríkisstjórnarfunda. Og þá helst fyrir fjölmiðlum. Hvaða endemis rugl er þetta?
Ráðherrarnir ellefu eru mættir á Þingvelli þar sem ríkisstjórnarfundurinn er. Eflaust hver í sínum einkabíl og með sínum einkabílstjóra. Geta ekki tveir eða fleiri verið í hverjum bíl?
Illa er af stað farið. Ef þetta er það sem koma skal er ekki von á góðu. Fjölmiðlar hafa skyldur sem þeir verða að fá gegna. Ekki síst ef þetta er upptakturinn af því sem koma skal.
Vonandi átta ráðherrarnir sig á að svona háttalag gengur ekki. Ráðherrar verða að vera til svara þegar þess er óskað. Annað hvort er þetta ofmat eða barnaskapur. Barnaskapurinn er skárri en ofmatið.
Vonandi er þetta þó bara vegna reynsluleysis. En ekki lofar þetta góðu.