- Advertisement -

Lögreglan: Átök, valdabarátta og rógur

Nánustu samstarfsmönnum Haraldar Johannesson, innan embættist ríkislögreglustjóra, er brugðið. Nýr ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, er af öðru sauðahúsi. Sem kallar á breytingar. Einstakir samningar sem Haraldur gerði, að því er virðist í fullkomnu heimildarleysi, verða teknir til baka. Viðkomandi yfirmönnum til mikillar armæðu.

Sigríður Björk tekur ekki einungis samningana til baka. Hún ætlar að gera meira. Í Mogganum í dag segir:

„Sig­ríður Björk hef­ur boðað mikl­ar breyt­ing­ar hjá rík­is­lög­reglu­stjóra. Hún kall­ar það ekki hreins­an­ir en stöður verða aug­lýst­ar og nýir menn eiga að koma inn,“ seg­ir Óskar Bjartmarz formælandi yfirmannanna sem missa spón úr aksi sínum, og vís­ar til tölvupósta.

Óskar lýs­ir fundi Sig­ríðar Bjark­ar með yf­ir­lög­regluþjón­um síðastliðinn miðviku­dag með þess­um orðum:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mark­miðið væri að hrekja hann úr embætti.

„Þar kom fram að sam­kvæmt lög­fræðiáliti [frá For­um lög­mönn­um] myndi hún aft­ur­kalla þessa samn­inga. Þeir hefðu ekki verið lög­lega gerðir og að þeim yrði breytt um mánaðamót­in maí og júní.“

Hann tel­ur ein­sýnt að fyr­ir Sig­ríði Björk hafi ekki ein­ung­is vakað að kynna sér samn­ing­ana held­ur hafi hún frá upp­hafi viljað rifta þeim.

„Hún sagði starfs­mönn­um hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í haust að for­ysta Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands væri að fara á fund hjá líf­eyr­is­sjóðnum út af þessu máli. Hún var búin að lýsa því yfir að svona samn­ing­ar væru ekki í mynd­inni hjá henn­ar fólki hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Það er kjarni máls­ins. Mann­eskj­an hef­ur all­an tím­ann leynt og ljóst unnið að því að af­nema þessa samn­inga með öll­um þeim ráðum sem hún tel­ur sig hafa,“ seg­ir Óskar um þátt Sig­ríðar Bjark­ar í mál­inu.

Þetta er ekki allt og vandséð er hvernig embættið verður starfhæft í því andrúmi sem þar ríkir. Vitnum aftur til Moggans í dag:

Að mati Óskars á andstaðan við samn­inga Har­ald­ar ræt­ur í valda­bar­áttu inn­an lög­regl­unn­ar. Má í þessu efni rifja upp viðtal Morg­un­blaðsins við Har­ald Johannesson 14. sept­em­ber síðastliðinn. Sagði Har­ald­ur þá að gagn­rýn­in á embættið væri hluti af mark­vissri rógs­her­ferð. Mark­miðið væri að hrekja hann úr embætti. Í því skyni væri rang­færsl­um vís­vit­andi dreift sem og róg­b­urði um hann.

Óskar vík­ur því næst að „her­ferð Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands gegn Har­aldi varðandi van­trausts­yf­ir­lýs­ing­una á hend­ur hon­um“.

„Að mínu mati er nokkuð ljóst að það var ekki til­vilj­un að hún birt­ist sama dag og van­trausts­yf­ir­lýs­ing Lands­sam­bands lög­reglu­manna á hend­ur Har­aldi. Að van­trausti Lands­sam­bands lög­reglu­manna stóð formaður Lög­reglu­fé­lags Reykja­vík­ur, Ar­in­björn Snorra­son, sem svo vill til að er í yf­ir­stjórn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og nú í yf­ir­stjórn Rík­is­lög­reglu­stjóra með Sig­ríði Björk,“ seg­ir Óskar, sem tel­ur að annaðhvort hafi Sig­ríður Björk eða Úlfar verið í beinu sam­bandi við formann Lög­reglu­fé­lags Reykja­vík­ur í aðdrag­anda samþykkt­ar Lands­sam­bands lög­reglu­manna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: