- Advertisement -

Lögmenn vilja fresta orkupakkanum

Jón Magnússon er einn þeirra fimm hæstaréttarlögmanna sem vilja að Alþingi fresti samþykkt orkupakkans.

Hæstaréttarlögmennirnir Atli Ingibjargar Gíslason, Björgvin Þorsteinsson, Jón Magnússon, Tómas Jónsson og Þorsteinn Einarsson skrifa grein um orkupakkann og Alþingi í Mogga dagsins. Þeir vilja fresta orkupakkanum.

„Verði þriðji orkupakk­inn samþykkt­ur á Alþingi er Ísland þar með skuld­bundið að þjóðarétti til að upp­fylla ákvæði hans og inn­leiða í lands­rétt. Ófull­kom­in inn­leiðing orkupakk­ans hér á landi gæti valdið orku­fyr­ir­tækj­um, sæ­strengs­fyr­ir­tækj­um og öðrum hags­munaaðilum tjóni og gefið þeim til­efni til að höfða skaðabóta­mál gegn rík­inu. Þeir ein­hliða fyr­ir­var­ar sem rík­is­stjórn­in hyggst setja við inn­leiðingu orkupakk­ans hér skapa því laga­lega óvissu og áhættu fyr­ir ríkið.

Vak­in var at­hygli á þess­ari óvissu í álits­gerð Stef­áns Más Stef­áns­son­ar og Friðriks Árna Friðriks­son­ar Hirst og þar er líka bent á áhættu vegna mögu­legra samn­ings­brota­mála og erfiða stöðu Íslands við þær aðstæður. Við telj­um nauðsyn­legt að þessi óvissa og áhætta verði greind nán­ar áður en Alþingi tek­ur af­stöðu til orkupakk­ans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Einu und­anþág­urn­ar frá ákvæðum EES samn­ings­ins sem hafa laga­legt gildi, fást hjá sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni. Yf­ir­lýs­ing­ar emb­ætt­is­manna ESB og EFTA ríkj­anna um að Ísland sé enn ótengt orku­markaði ESB hafa enga laga­lega þýðingu og skerða ekki mögu­leika hags­munaaðila til að leita rétt­ar síns.

Að okk­ar mati ber Alþingi að fresta ákvörðun um orkupakk­ann þar til þessi laga­lega óvissa og áhætta hef­ur verið könnuð til hlít­ar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: