Gunnar Smári skrifar:
Stundum er erfitt að átta sig á kosningataktík Samfylkingarinnar. Forystan þar segir að lykillinn að því að hér verði mynduð ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks sé að Samfylkingin verði stór. Samt vill flokkurinn ekki leiða slíka ríkisstjórn, finnst Logi ekki nógu forsætisráðherralegur (sem er skrítið, hvers vegna er hann þá formaður flokks sem vill mynda ríkisstjórn? Ég gæti best trúað að Logi yrði fínn forsætisráðherra, almennt velviljaður og í ágætu skapi og alls ekki yfirgengilegur bullari). Þess í stað vill xS mynda ríkisstjórn með forsætisráðherranum úr hinu liðinu. Ég hef gúgglað og gúgglað og ekki fundið neitt sambærilegt í samanlagðri kosningasögu heimsbyggðarinnar.