- Advertisement -

Logi treystir ekki Bjarna

Stjórnmál Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór ekki dult með hvern hug hann ber til fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar, í ræðu sinni á ASlþingi í gærkvöldi.

Vantraustið er mikið. „Það er ekki trúverðugt, herra forseti, að fela núverandi fjármálaráðherra endurskipulagningu bankanna og láta hann sýsla með arð af ríkisfyrirtækjum. Það er kaldhæðni að hann leiði baráttu gegn skattsvikum og undanskotum,“ sagði Logi Már.

Logi Már nefndi einnig Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þá eru vonbrigði að dómsmálaráðherra sem tók flokkinn sinn fram yfir almenning í nýlegu máli er varðar uppreist æru skuli leidd aftur til valda. Það er dapurlegt að treysta henni fyrir málefnum flóttamanna,“ sagði Logi Már.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: