- Advertisement -

Logi reynir að hugga Rósu Björk

Eftir skrif Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmannsefni Samfylkingarinnar, stökk Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fram og gerir hvað hann getur til að bera klæði á vopnin.

Logi skrifar:

Á Alþingi er allur gangur á hvort og hve mikið maður umgengst aðra þingmenn. Stundum myndast þó góður vinskapur og það á við okkur Rósu Björk. Hjá Samfylkingunni í Reykjavík kom fram mikill stuðningur félagsfólks við Rósu Björk, svo mikill að segja má að reykvískir jafnaðarmenn hafi kallað eftir henni og kröftum hennar. Það er því́ sérstaklega ánægjulegt að hún skuli nú́ taka slaginn fyrir annað Reykjavíkurkjördæmið.

Rósa Björk hefur verið einn allra öflugasti talsmaður þingsins í́ umhverfismálum, jafnréttis – og mannréttindarmálum. Auk þess hefur hún starfað í́ utanríkismálanefnd og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á́ því́ sviði.

Til hamingju kæra vinkona, ég treysti á að þú sért komin í kosningaham og farin að reima á þig gulu hlaupaskóna!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: