- Advertisement -

Logi: Ráðherrar ráðast á þingið

- orð Benedikts Jóhannessonar í Bítinu valda óróa.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnr, segir: „Er það virkilega þannig að það sé mikilvægasta verkefnið? Og það sé ávísun á að maður geti komið hingað og skrökvað og neitað að svara, bara ef maður er klæddur eins og 19. aldar yfirstéttarmaður?“

Þingmenn voru, og eflaust eru, ósáttir við orð Benedikts Jóhannessonar, sem hann viðhafði í Bítinu á Bylgjunni, þar sagði hann meðal annars að sér finndist nánast siðlaust af Alþingi þegar það samþykkti samgönguáætlunina í október í haust, skömmu fyrir kosningar.

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfyllkingarinnar, leitaði til forseta þingsins, Unnar Brá Konráðsdóttur. „Ég verð að biðja hæstvirtan forseta að rifja það aðeins upp með mér hvernig þetta er eiginlega hér á landi. Í hvaða umboði vinna hæstvirtir ráðherrar? Er það ekki rétt hjá mér, frú forseti, að hæstvirtir ráðherrar vinni í umboði Alþingis og þeir eigi að gera það sem Alþingi samþykkir, framkvæma það? Getur það verið að nýir ráðherrar sem ekki hafa setið áður á þingi átti sig ekki á hlutverki sínu? Það er mjög alvarlegt, það er bara mjög alvarlegt,“ sagði Oddný.

Öfugþróun ú gangi

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oddný hélt áfram: „Ég held að við verðum að fara að rifja upp ýmsar samþykktir sem samþykktar hafa verið hér samhljóða af öllum þingmönnum. Ég minni á samþykktir þingmannanefndarinnar sem vann úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem einmitt var talað um að við þyrftum að efla þingið og styrkja stöðu þess gegn framkvæmdarvaldinu. Það er einhver öfugþróun hér í gangi, menn eru eitthvað að misskilja hlutverk sitt og þetta verður frú forseti að rétta af.“

Smitandi keisarablæti meðal ráðherranna

„Ég vil taka undir með þeim sem hafa gagnrýnt orð hæstvirts fjármálaráðherra,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfykingarinnar. „Þetta er í annað skiptið sem ráðherrar í þessari ríkisstjórn virðast ekki átta sig á því hver það er sem hefur völdin í samfélaginu þegar kemur að þessum hlutum. Það er farið að bera á einhverju smitandi keisarablæti meðal þeirra. Halda þeir virkilega að bara vegna þess að þeir sitja tímabundið í þessum embættum geti þeir tekið sér þau völd sem þeir vilja? Að kalla það siðlaust af Alþingi að bera fram ósk og kalla eftir framkvæmdum sem þjóðin er búin að vera að biðja um í mörg misseri, það finnst mér skrýtið. Og mér finnst að hæstvirtur fjármálaráðherra verði að koma hingað og gera grein fyrir þessum orðum sínum.“

talT

Logi fann sig knúinn til að tala aftur um þetta mál. Þá sagði hann: „Á þessari stuttu þingsetu minni hef ég séð ráðherra neita að svara, segja hálfsannleik og jafnvel núna ráðast á þingið. Mér barst til eyrna að forsætisnefnd hefði hins vegar á síðasta eða þarsíðasta þingi verið að ræða um klæðaburð þingmanna. Er það virkilega þannig að það sé mikilvægasta verkefnið? Og það sé ávísun á að maður geti komið hingað og skrökvað og neitað að svara, bara ef maður er klæddur eins og 19. aldar yfirstéttarmaður?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: