Logi og Katrín ólæs á samfélagið
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, er með athugasemdir við málflutning Loga og Katrínar.
„Það var athyglisvert að fylgjast með málflutningi formanna hinna svonefndu félagshyggjuflokka í Kastljósi , þeirra Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns VG og LogaEinarssonar, formanns Samfylkingarinnar,“ skrifaði Styrmir Gunnarsson á vef sinn, styrmir.is.
Styrmir bætist þar í stóran hóp sem varð fyrir vonbrigðum með þau bæði.
„Þau voru að ræða stöðuna í kjaramálum og alveg ljóst af þessum þætti að hvorugt þeirra skilur hvað er að gerast í samfélaginu. Katrín nefndi að vísu Kjararáð á nafn en á þann veg að búið væri að leggja það niður og frysta launakjör þingmanna, ráðherra o.fl. til næstu áramóta
Logi nefndi Kjararáð ekki á nafn.“
Og svo skrifaði ristjórinn fyrrverandi: „Ætli það sé liðin tíð að formenn félagshyggjuflokkanna taki eftirþví sem verkalýðshreyfingin segir? Þessi skilningsskortur stjórnmálastéttarinnar getur orðið samfélaginu dýr.“