Fréttir

Logi mótmælir Icelandair

By Miðjan

July 18, 2020

„Við Íslendingar höfum verið gæfusöm að hér hafa öflug stéttarfélög, með mikilli almennri þátttöku, skipt miklu máli í því að skapa heilbrigðara vinnuumhverfi og jafnari lífskjör en víðast þekkist,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

„Þó vissulega verði að gera mun betur er það okkur öllum í hag að standa vörð um þessi félög og leyfa ekki einstökum stórfyrirtækjum að brjóta þetta kerfi niður. Ég mótmæli því harðlega nýjasta útspili Icelandair og lýsi yfir fullum stuðningi við flugfreyjur og verkalýðshreyfinguna – það ættum við öll að gera.“