- Advertisement -

Logi fór bónleiður til búðar

Ekkert samráð og ekkert innlegg. Hvorki frá Loga né neinum öðrum.

„Það eru viss vonbrigði því að ég er á þeirri skoðun að þeim mun fyrr sem stjórnarandstaðan fær að koma að hlutunum og leggja sitt í púkkið, þeim mun betri og breiðari sátt náum við og þeim mun líklegra er að við munum eftir öllum hópum samfélagsins. Við erum talsmenn ólíkra hópa og hugsjóna,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á nýliðnum þingfundi.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, talaði sig fram hjá kláru afsvari við bón Loga.

„Ég vil taka það fram af þessu tilefni að þetta ástand sem hefur skapast hér á undanförnum sólarhringum leggur þær skyldur á herðar ríkisstjórninni að færa fram hugmyndir að viðbrögðum,“ sagði Bjarni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég lýsi mig alveg opinn fyrir því að ná að mynda breiða samstöðu um meginlínur viðbragða stjórnvalda. Ég held að það sé löng leið fram undan. Það er ekki gott að spá fyrir um það nákvæmlega en við höfum ekki séð í botninn á þessari krísu. Við gerum það vonandi á þessu ári og það verða mörg mál sem eiga eftir að koma hér til umræðu milli flokka, bæði á þinginu og mögulega áður en mál koma til þingsins,“ sagði Bjarni.

Allt hefur þetta gengið eftir. Ríkisstjórnin boðaði formenn stjórnarandstöðu flokkanna til fundar skömmu áður en oddvitarnir fóru á svokallaðan blaðamannafund í Hörpu. Þeir fengu að vita um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar augnabliki á undan þjóðinni. Ekkert samráð og ekkert innlegg. Hvorki frá Loga né neinum öðrum.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: