Er Logi Einarsson síðastur allra til að sjá að Vinstri græn eru flutt? Eru ekki lengur nágrannar Samfylkingarinnar. Hann skrifar á Facebook:
„Pólitískir nágrannar okkar í VG og Framsókn, sem keyrðu sína kosningabaráttu á mjög áþekkum málum og við í Samfylkingunni, ættu því að íhuga það alvarlega í hvers konar ríkisstjórn þeir eru líklegastir að ná árangri með þau mál sem þau segjast brenna fyrir.“
Við hin höfum öll áttað okkur á að Vinstri græn eru flutt í annað hverfi. Og Framsókn fyrir löngu. Eru hægra megin við götuna. Í áratugi hefur Framsókn ekki verið í stjórn nema með Sjálfstæðisflokki. Það breytist ekki á næstunni. Framsókn skortir kjark.
Hér eru skrif Loga:
„Nú eru sagðar fréttir af því að ríkisstjórn gæti verið í burðarliðnum, en að gert sé ráð fyrir að ríkisstjórnarmyndunarviðræður taki nokkrar vikur. Væntanlega stafar það af því að himinn og haf skilur flokkana að í veigamiklum málum.
Meðal þeirra eru verkefnin sem að ég tel mikilvægust framundan eru að auka jöfnuð í samfélaginu, styrkja opinbera heilbrigðisþjónustu ásamt því að blása til djarfrar sóknar í loftslagsmálum.
Ljóst er að fleiri mynstur eru í stöðunni, til að mynda hafa Píratar nú lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að styðja minnihlutastjórn Framsóknar, Vinstri-grænna og Samfylkingar. Og vel mögulegt að styrkja þessa hugmynd enn frekar með aðkomu fleiri flokka.
„Pólitískir nágrannar okkar í VG og Framsókn, sem keyrðu sína kosningabaráttu á mjög áþekkum málum og við í Samfylkingunni, ættu því að íhuga það alvarlega í hvers konar ríkisstjórn þeir eru líklegastir að ná árangri með þau mál sem þau segjast brenna fyrir.“
Ég tel það nokkuð ljóst að þau nái fram fleirum af sínum hjartans málum í öðru samstarfi en nú er á teikniborðinu.“