„Þetta verður að stoppa!“
Þannig skrifar Oddný Harðardóttir og segir:
„Ég bíð nú eftir svörum frá öllum norrænu ríkjunum um svipuð mál en ég óskaði eftir skriflegum svörum í vor. Það verður fróðlegt að sjá svörin og bera þau saman við þetta óréttlæti sem finnst hér á landi.
Ég tek heilshugar undir yfirlýsingu ADHD samtakanna – ekki síst þetta:
„ADHD samtökin skora á Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, ríkislögreglustjóra og ráðherra málaflokksins, að afturkalla nýju inntökureglurnar nú þegar, þar sem markmið þeirra virðist það eitt að útiloka fólk með ADHD frá störfum innan lögreglunnar. Einnig má færa rök fyrir því að reglurnar gætu orðið til þess að þeir lögreglumenn sem eru nú þegar starfandi og eru með greint eða ógreint ADHD veigri sér við að leita sér aðstoðar, sem svo aftur getur haft neikvæð áhrif á starfsgetu þeirra innan lögreglunnar.“