Óstaðfestar fréttir herma að ITF, Alþjóðaflutningamannasambandið, muni koma í veg fyrir alla þjónustu íslenskra flugvéla í útlöndum, verði sett lög á yfirvofandi verkfall flugmanna.
Sömu heimildir segja að ríkisstjórn Íslands hafi þegar verið gert grein frá þessari afstöðu.
ITF gat ekkert aðhafst, þó vilji hafi vissulega verið til staðar, þegar lög voru sett á verkfallsaðgerðir sjómanna á Herjólfi.
Víðast er réttur launafólks til að sækja kjarabætur með verkfallsaðgerðum metinn mikils og talið óásættanlegt að ríkisvald geti gripið inn í með lagasetningu.
Þú gætir haft áhuga á þessum