- Advertisement -

Loftlagsmál: „Nú er öldin önnur“

…voru sögð mála skrattann á vegginn í þingsal…

Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, mælti fyrir frumvarpi, um breytingar á lögum um loftlagsmál.

„Við þurfum ekki að hafa fylgst lengi með stjórnmálum til að hafa orðið vitni að gríðarlegum breytingum í því hvernig talað er um loftslagsmál í samfélaginu og ekki síst innan veggja Alþingis. Okkur nægir að líta eins og 15 ár aftur í tímann til að finna dæmi þess að þau sem töluðu fyrir metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum voru sögð mála skrattann á vegginn í þingsal og fyrir giska tíu árum var hér enn tekist á um það hvort Ísland ætti yfir höfuð að axla sömu ábyrgð á lausn á loftslagsvandanum og aðrar þjóðir eða ekki. Þá talaði fólk fyrir því að Ísland myndi sækjast eftir undanþágum í ætt við þær sem fengust í Kyoto-bókuninni þar sem Ísland samdi um að fá að margfalda losun sína á skuldbindingartíma samningsins. En nú er öldin önnur og Ísland hefur undirgengist sömu skuldbindingar og önnur þau ríki,“ sagði hann í upphafi ræðu sinnar.

Meðflutningsmenn Andrésar eru; Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Andri Thorsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, María Hjálmarsdóttir, Olga Margrét Cilia, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: