Ritstjóri Moggans hreifst af þingræðu Hildar Sverrisdóttur um húsaleiguþak:
„Hún bendir á að það er ekki af mannvonsku eða skeytingarleysi sem varað sé við slíkum inngripum í markaðinn. Reynslan sé einfaldlega slæm: „Leiga undir markaðsverði hefur aukið á grunnvandann með sóun á húsnæði, verra viðhaldi og stöðvun nýbygginga. Leiguþak hefur búið til óeðlilega eftirspurn og dregið úr nauðsynlegu framboði. Verktakar hafa ekki byggt og eigendur ekki leigt húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði fyrir til að nefna nokkrar algengar afleiðingar slíkra inngripa. Hagfræðingurinn Henry Hazlitt orðar það beinskeytt að hámarksleiga sé ekki einungis árangurslaus heldur valdi hún æ meiri skaða fyrir alla, og ekki síst fyrir hópinn sem átti upphaflega að hjálpa. Annar hagfræðingur, Assar Lindbeck, orðaði það enn snaggaralegar; að leiguþak sé skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir, fyrir utan sprengjuárás.“
Þessar ábendingar eiga fullan rétt á sér og víða um heim eru dæmi um hús og heila borgarhluta í niðurníðslu vegna þess að sett hefur verið á einhvers konar hámarksleiga, eða „leiguþak“. Það er aðgerð sem hljómar vel, en virkar ekki.“
Hvað með jarðskjálfta, stórbruna og svo margt annað. Er það allt léttvægara fyrir borgir en þak á húsaleigu? Nei, auðvitað ekki. Það sem er hægt að bulla.