Mannlíf

Loftárásir í Mogganum

By Miðjan

December 19, 2022

Ritstjóri Moggans hreifst af þingræðu Hildar Sverrisdóttur um húsaleiguþak:

„Hún bend­ir á að það er ekki af mann­vonsku eða skeyt­ing­ar­leysi sem varað sé við slík­um inn­grip­um í markaðinn. Reynsl­an sé ein­fald­lega slæm: „Leiga und­ir markaðsverði hef­ur aukið á grunn­vand­ann með sóun á hús­næði, verra viðhaldi og stöðvun ný­bygg­inga. Leiguþak hef­ur búið til óeðli­lega eft­ir­spurn og dregið úr nauðsyn­legu fram­boði. Verk­tak­ar hafa ekki byggt og eig­end­ur ekki leigt hús­næði sem þeir fá ekki raun­v­irði fyr­ir til að nefna nokkr­ar al­geng­ar af­leiðing­ar slíkra inn­gripa. Hag­fræðing­ur­inn Henry Hazlitt orðar það bein­skeytt að há­marks­leiga sé ekki ein­ung­is ár­ang­urs­laus held­ur valdi hún æ meiri skaða fyr­ir alla, og ekki síst fyr­ir hóp­inn sem átti upp­haf­lega að hjálpa. Ann­ar hag­fræðing­ur, Ass­ar Lind­beck, orðaði það enn snagg­ara­leg­ar; að leiguþak sé skil­virk­asta leiðin til að eyðileggja borg­ir, fyr­ir utan sprengju­árás.“

Þess­ar ábend­ing­ar eiga full­an rétt á sér og víða um heim eru dæmi um hús og heila borg­ar­hluta í niðurníðslu vegna þess að sett hef­ur verið á ein­hvers kon­ar há­marks­leiga, eða „leiguþak“. Það er aðgerð sem hljóm­ar vel, en virk­ar ekki.“

Hvað með jarðskjálfta, stórbruna og svo margt annað. Er það allt léttvægara fyrir borgir en þak á húsaleigu? Nei, auðvitað ekki. Það sem er hægt að bulla.