Réttlætinu hefur verið frestað. KJ vildi ekki fresta réttætinu 2017.
Í alþingiskosningunum haustið 2017 lofaði „róttæki sósíalistaflokkurinn“ (flokkur KJ) að hækka lífeyri aldraðra. Það hefur verið svikið. Engin hækkun umfram verðlagshækkanir eða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar (ríkisstjórnar Sig. Inga) hefur verið ákveðin.
M.ö.o.: Stjórn KJ hefur ekki hækkað lífeyri aldraðra um eina krónu að eigin frumkvæði. Þetta má undarlegt heita þar eð svo hefur átt að vera, að „Róttæki sósíalistaflokkurinn“ væri róttækur vinstri flokkur. En svo er ekki. Flokkurinn er ekki hætis hót róttækari en aðrir flokkar sem íhaldið hefur unnið með undanfarin ár eins og Björt framtíð og Framsókn. En „Róttæki sósíalistaflokkurinn“, sem ekki er lengur róttækur, komst til valda á fölskum forsendum í kosningunum haustið 2017. Það var verið að selja kjósendum róttæka stefnu en það voru vörusvik.
Fyrir bragðið er stöðugt níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum. Réttlætinu hefur verið frestað. KJ vildi ekki fresta réttlætinu 2017, þegar hún svaraði BB. Þá þurfi að leiðrétta lífeyrinn strax, þar eð lífeyrir dugði ekki til framfærslu. Og þá var af röggsemi sagt: Réttlætinu verður ekki frestað. Það er gleymt hjá stjórnarleiðtoganum!
„Lífeyrir aldraðra og öryrkja eftir skatt er 212 þúsund kr á mánuði hjá þeim,sem eru í hjónabandi eða búa með öðrum. Þeir, sem búa einir eru með 252 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er við fátæktarmörk, þetta er við sultarmörk. Þetta dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Þeir, sem hafa svo lágan lífeyri verða að neita sér um veigamikla kostnaðarliði eins og lyf, læknishjálp og jafnvel, mat í lok mánaðar. Það er óskiljanlegt,að stjórn „róttæka sósíalistaflokksins“ skuli ekki leiðrétta þennan lífeyri. Það er Íslandi til skammar.