Fréttir

Lofa nýsköpun og leysa upp Nýsköpunarmiðstöð

By Miðjan

May 13, 2020

Þetta fólk. Segir eitt en gerir annað. Það er einbeittur vilji Sjálfstæðisflokksins að leysa upp Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hvers vegna er enn óljóst. Skýrist síðar. Á sama tíma tala þau og skrifa endalaust um þýðingu nýsköpunar. Nú Óli Björn Kárason í Moggagrein.

„Við Íslend­ing­ar stönd­um frammi fyr­ir harðri alþjóðlegri sam­keppni um hug­vit. Þeirri sam­keppni get­um við mætt með öfl­ugu og lif­andi mennta­kerfi en ekki síður hag­stæðu og hvetj­andi skattaum­hverfi fyr­ir at­vinnu­lífið í heild sinni og fyr­ir sprota- og ný­sköp­un­ar­starf­semi sér­stak­lega,“ skrifar þingmaðurinn út í loftið.

„Ný­sköp­un er ekki eitt­hvert tísku­orð nokk­urra sér­vitr­inga í tæknifyr­ir­tækj­um eða stjórn­mála­manna sem grípa á lofti eitt­hvað sem þeim finnst já­kvætt. Ný­sköp­un á sér stað um allt sam­fé­lagið, í flest­um grein­um at­vinnu­lífs­ins,“ segir Óli Björn stuðningsmaður þess að skella í lás hjá Nýsköpunarmiðstöð. Óþarft er að vitna meira til skrifa Óla Björns þar sem hugur og hönd fara ekki saman. Alls  ekki.