- Advertisement -

Loðnukvótinn fyrnist

Hinn fíni blaðamaður, Haraldur Bjarnason, skrifaði þetta:

„Líklega er það ekki til neins að leita loðnu á hefðbundinni gönguslóð. Of mikill þorskur á Íslandsmiðum heldur loðnustofninum í skefjum, ef hann er hreinlega ekki búin að éta hann upp. Ef ekki verður snaraukið við þorskkvótann er skynsamlegast að banna loðnuveiðar þar til fjögur ár eru liðin frá síðustu loðnuvertíð. Þá hlýtur kvótaúthlutun fyrir loðnu að vera fyrnd, eins og annað sem fyrnist á fjórum árum. Eftir það mætti endurskoða úthlutunina og bjóða út kvótann á raunvirði. Útgerðarmenn vilja hvort eð er ekkert leggja til við leitina núna, skv. fréttinni, svo þeim virðist sama um hvort leitað verður eða ekki.“

Frétt mbl.is:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Óvissa rík­ir um mæl­ing­ar á loðnu­stofn­in­um í vet­ur og þar með mögu­leika á út­gáfu veiðiheim­ilda.

Ástæðan er sú að Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur aðeins eitt rann­sókn­ar­skip til umráða í verk­efnið og hef­ur ekki verið til­bú­in að semja við út­gerðar­menn upp­sjáv­ar­skipa um að koma til hjálp­ar. Það gæti kostað stjórn­völd á annað hundrað millj­ón­ir, ef greitt yrði fyr­ir þjón­ust­una.

Stefnt er að því að rann­sókn­ar­skipið Árni Friðriks­son fari til leit­ar og mæl­inga á loðnu eft­ir rúma viku. Útgerðir loðnu­skipa hafa á und­an­förn­um árum lagt til skip til að aðstoða við leit­ina. „Það stefndi í að þeir kæmu líka núna. Það virðist stranda á því að þeir vilja fá leit­ina borgaða,“ seg­ir Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, í  um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: