- Advertisement -

Lítið tjón vegna aðgerða gegn Rússum

Stjórnmál Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra svaraði Steingrími J. Sigfússyni um til hvaða mótvægisaðgerða verði gripið vegna skaða af viðskiptaþvingunum gegn Rússum, benti ráðherra á að skaðinn vegna loðnunnar væri ekki mikill.

„Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að ekki verður mikil loðnuvinnsla þetta árið. Því miður er loðnustofninn búinn að vera núna um alllangt skeið frekar lítill, hefur gengið í sögulega litlu magni, getum við sagt, hér inn til lands. Þó svo að ekki hefðu komið til áhrif af gagnaðgerðum Rússa þá væri lítil loðnuvinnsla á öllum þessum stöðum með nákvæmlega tilheyrandi sama tapi fyrir landverkafólk. Það er rétt að gera sér grein fyrir því án þess að vera að saka ríkisstjórnina um það. Við ráðum því miður ekki yfir náttúruöflunum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: