- Advertisement -

Loðmolludagsins á Ásmundur Einar

Ásmundur Einar Daðason fór með eftirfarandi á Alþingi í dag. Ræða ráðherrans telst loðmolla dagsins.

Það hefði auðvitað kostnaðaráhrif og annað slíkt þar sem ekki er hægt að gera þetta aðeins á einum stað.

„Þingmaðurinn spyr nákvæmlega um ákveðið atriði sem lýtur að húsnæðisbótum frá sveitarfélögum og í lögum um húsnæðisbætur er tekið fram að tekjur séu skilgreindar samkvæmt grein í lögum um tekju- og eignarskatt. Þau heyra ekki undir félagsmálaráðuneytið en eru almennt um hvað teljast skattskyldar tekjur. Skattskyldar tekjur teljast, með undantekningum og takmörkunum hvers konar, tekjur sem koma fram og þetta er þar undir. Þetta er ekki breyting sem við hefðum getað gert á almannatryggingalögunum á sínum tíma heldur væri það breyting á lögum um tekju- og eignarskatt. Ég held að það þyrfti stærri umræðu en um þetta einstaka atriði, ef við værum að tala um breytingar á því, vegna þess að það er víða annars staðar í lögum vitnað sérstaklega til laga um tekju- og eignarskatt. Ef við ætluðum að breyta því atriði bara þarna inni þyrftum við að gera það líka víðar í kerfinu. Það hefði auðvitað kostnaðaráhrif og annað slíkt þar sem ekki er hægt að gera þetta aðeins á einum stað. Um leið og ég tek undir að það er ekki gott að þetta skuli bitna á þennan hátt á ákveðnum hópi sem þarfnast þess að fá þessar húsnæðisbætur er þetta stærri lagabreyting en svo að það hefði verið hægt að framkvæma hana um leið og við gerðum breytingar á krónu á móti krónu skerðingunni á Alþingi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: