- Advertisement -

Ljótt og vont að fyrirlíta fólk

Ritstjóri Moggans gerir sér mat úr flestu sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og annar varaforseti ASÍ, segir eða skrifar. Allt gert í tilraunum til að draga persónu hennar niður. Sem er vita vonlaust verk.

„Nú kann að vera að fólk sem starfar með Sól­veigu Önnu sé fyr­ir löngu hætt að veita því at­hygli hvernig hún tal­ar um menn og mál­efni og kippi sér þess vegna ekk­ert upp við svo fá­heyrð og ósvíf­in um­mæli,“ segir i Staksteinum dagsins.

Davíð saknar fyrri forystu í verkalýðshreyfingunni. „Umræðan var á hærra plani áður fyrr, sagði Lára V. Júlí­us­dótt­ir, lög­fræðing­ur og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Alþýðusam­bands Íslands, þegar hún var spurð út í um­mæli Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, for­manns Efl­ing­ar og 2. vara­for­manns ASÍ.“

Davíð bendir réttilega á að Sól­veig Anna gegn­ir ábyrgðar­stöðum, bæði inn­an Efl­ing­ar og inn­an ASÍ. Svo kemur að mergi málsins. Hert sókn auðvaldsins í lífeyrissjóðina þar sem nú verandi forysta launafólks flækist fyrir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þvert á móti hef­ur Sól­veig Anna bætt um bet­ur og tekið und­ir með Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni að líf­eyr­is­sjóðina eigi að nota í póli­tísk­um til­gangi og að mis­beit­ing þeirra gegn Icelandair sé sjálf­sögð. Hún orðar það á sinn máta og seg­ir að það sé „úr­kynj­un að skilja það ekki“.“

Von launafólks er að þau standi vaktina og geri allt sem þau geta til að koma í veg fyrir að ævisparnaður alþýðunnar verði notaður í brask. Bæði Sólveig Anna og Ragnar Þór hirða ekkert um að komast ekki í hóp „fyrirmenna“ sem er það mesta sem hægt er að ná að mati ritstjórans. Ritsjóra sem virðist fyrirlíta Sólveigu Önnu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: