- Advertisement -

Ljósmæður boða aukna hörku

Ljósmæður fá gylliboð frá öðrum löndum. „Ég hef hrein­lega áhyggj­ur af þróun stétt­ar­inn­ar.“

Gerðardómur kom ljósmæðrum á óvart og hann gerði ekki annað en herða þær til frekari átaka. Sem verða næsta vor, að óbreyttu.

Moggin er með viðtal við Katrínu Sif Sigurgeirsdóttur, formann samninganefndar ljósmæðra. Í máli hennar leynir sér ekki hversu mikil alvara er í málinu.

„Þetta er sem bet­ur fer skamm­tíma­samn­ing­ur enda lítið inni­hald í hon­um. Maður trúði ekki öðru en að gerðardóm­ur­inn yrði sann­gjarn í sín­um úr­sk­urði en þar sem hann virðir kröfu okk­ar að vett­ugi erum við ekki að fara í jafn ró­lega og hóg­væra samn­inga­gerð og við átt­um von á. Það verður því að vera meiri harka og við þurf­um að beita öll­um leiðum sem við mögu­lega get­um til að halda lífi í stétt­inni og halda þeim sem eft­ir eru, það verður verðugt verk­efni. Ég hef hrein­lega áhyggj­ur af þróun stétt­ar­inn­ar,“ segir hún við Moggann.

Og það er ekki allt: Katrín Sif seg­ir mik­inn fólks­flótta hafa átt sér stað í stétt­inni á und­an­förn­um mánuðum sem sjái ekki fyr­ir end­ann á. „Það er verið að bjóða ljós­mæðrum mjög vel í öðrum lönd­um og við fáum reglu­lega gylli­boð frá t.d. Bretlandi og Svíþjóð þar sem vant­ar mikið ljós­mæður.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: