Mannlíf

Ljóðstafur Jóns úr Vör

By Sigrún Erna Geirsdóttir

December 01, 2014

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir nú í fjórtánda sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess göngustaf áletraðan með nafni sínu til varðveislu í eitt ár.

Á síðu Kópavogsbæjar má sjá auglýsingu um ljóðasamkeppnina. Dómnefnd mun velja úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur út 21. desember.

Sjá nánar um keppnina á síðu Kópavogsbæjar.