- Advertisement -

Lítur stoltur yfir eigin feril

Ágúst Ólafur Ágústsson:

Fyrir helgina tilkynnti ríkisstjórnin svolítið sem leiddi huga minn að því sem gerir mig ansi stoltan af mínum pólitíska ferli. Hvað er það eiginlega og hvað var í tilkynningu ríkisstjórnarinnar?

Tökum fyrst 4 dæmi um mál sem ég hef náð í gegnum Alþingi:

  • 1. Um að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna ætti að lögfesta. Eftir samþykkt þessa máls varð Ísland síðan eitt fyrsta landið í heimi sem lögfesti Barnasáttmálann.
  • 2. Afnáms fyrningarfrests á alvarlegum kynferðisbrotum gegn börnum. Hér varð Ísland einnig eitt fyrst ríkja heims sem tók risavaxið skref og afnumdi þennan fyrningarfrest. Þetta var mitt allra fyrsta þingmál.
  • 3. Aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara, mál sem varðar í raun okkur öll.
  • 4. Um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ætti að lögfesta, rétt eins og Barnasáttmálann.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi mál sem ég lagði fram á Alþingi, eins sjálfsögð og þau hljóma, voru ekki samþykkt á þinginu nema eftir talsverða baráttu get ég sagt ykkur.

Síðastnefnda þingmálið mitt um réttindi fatlaðs fólks er mér sérstaklega minnistætt núna. Því vegna þessa þingmáls ákvað ríkisstjórnin núna á föstudaginn að hefja undirbúning á stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar sem er „forsenda lögfestingu samningsins um réttindi fatlaðs fólks“ eins og segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar.

Þetta er því mál sem skiptir mjög miklu máli fyrir alla Íslendinga en með því verður Ísland, einmitt eitt fyrsta landið í heimi, sem lögfestir þennan risavaxna mannréttindasamning.

Þótt að líklega líði senn að lokum pólitísks ferils míns þá held ég að það sé hægt að skila minna dagsverki í pólitíkinni en þetta og ég geti litið nokkuð stoltur um öxl.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: