- Advertisement -

Litu á hrunið sem einstakt tækifæri

Samfélag „Þannig ástand blasti við haustið 2008. Skammsýnir menn áttuðu sig ekki og aðrir litu á andstreymi þjóðarinnar sem einstakt tækifæri til að ná fram óskyldum málum gagnvart laskaðri þjóð. Þeir völdu því sundrungu í stað samheldni, hvenær sem val stóð á milli slíkra kosta. Þess vegna fór það kjörtímabil fyrir lítið, þegar brýnast var að samheldni væri áttavitinn sem siglt væri eftir. Verður að vona að þess háttar leiðsögn komi ekki aftur til áÍslandi, í bráð né lengd.“

Þarna skrifar trúlega Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins í blað sitt í morgun, en að venju er leiðari blaðsins skrifaður undir nafnleynd.

Sem kunnugt er nefndi Davíð þá hugmynd að mynduð yrði stjórn allra flokka, þjóðstjórn, hrunhaustið 2008.

Fjórflokkur eða höfuðflokkar

Davíð, eða höfundur hver sem hann er, vitnar til hálfrar aldar áramótaávarps Bjarna Benediktssonar.

„Fyrir réttum 50 árum, á gamlársdag 1965, flutti forsætisráðherrann, Bjarni Benediktsson, sitt áramótaávarp. Það sem nú heitir „fjórflokkur“ kallaði Bjarni „höfuðflokka“ í ávarpi sínu og benti á, að þótt þeir hefðu aldrei starfað allir samtímis í stjórn þá hefðu þeir allir einhverntíma frá stofnun lýðveldis komið að stjórn landsins. Bjarni vitnaði í sænskan fræðimann, »sem skrifað hefur bók um stjórn og stjórnmál á Norðurlöndum (og) dregið af þessu þá ályktun, að flokkaágreiningur í íslenzkum stjórnmálum sé ekki úr hófi alvarlegur. Sú skoðun er fróðleg fyrir þá, sem fárast yfir, að flokkabarátta sé að koma hér öllu úr skorðum.“

„…, nema neyðarástand blasi við…“

Í ávarpinu víkur Bjarni Benediktsson að því, að einstaka góðviljaðir menn telji þannig horfa um verðbólgu að þeir æski samstjórnar allra flokka „ef það mætti ráða niðurlögum meinvættarins. Segja má að slík stjórnarmyndun sýndi alvarlegan ásetning um að láta til skarar skríða. En hætt er við, að hér sé auðveldara um að tala en í að komast, því að hingað til hefur aldrei tekizt að mynda hér samstjórn allra flokka.“ En Bjarni bætir við: „Því fer þó fjarri, að með þessu sé sagt, að samstjórn allra flokka geti aldrei átt við. Úr því skera aðstæður og atvik hverju sinni. En um svo óvenjuleg úrræði fæst naumast samkomulag, nema neyðarástand blasi við og líklegt sé, að því verði létt af með ráðstöfunum, sem menn telji, að hafi tilætluð áhrif í fyrirsjáanlegri framtíð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: