Mannlíf

Litlu munar á Guðlaugi og Áslaugu Örnu

By Miðjan

June 05, 2021

Búið er að telja 3.113 atkvæði í prófkjöri XD í Reykjavík. Guðlagur Þór hefur fengið flest atkvæði, eða 2.655 og þar af 1.525 í fyrsta sæti. Áslaug Arna hefur fengið 22 atkvæðum færri en Guðlaugur Þór, eða 2.633 alls og 1.424 í fyrsta sæti, eða 111 atkvæðum færra en Guðlaugur Þór. Ekki er útséð með hver niðurstaðan verður.

Sigríður Á. Andersen er í vanda. Alls hefur hún fengið 1.373 atkvæði af 3.113. Hún er í áttunda sæti og ljóst er að hún nær ekki sæti á framboðslistanum sem dugar til þingsætis. Hennar pólitíski ferill er á enda. Mikið fall hjá henni.

Kannski má segja að Diljá Mist Einarsdóttir sé sigurvegarinn. Hún er örugg í þriðja sæti listans. Hún skákar þingmönnunum Brynjari Níelssyni, Birgi Ármannssyni og Sigríður Á. Andersen.

Brynjar Níelsson er í fjórða sæti en hefur aðeins sautján atkvæði á Hildi Sverrisdóttur í það sæti. Birgi Ármanns vantar 86 atkvæði til að fella Hildi úr fimmta sæti.

Aðeins um sextíu prósent þátttakenda kaus Brynjar í eitthvert sæti og vel innan við helmingur kaus Sigríði Á. Andersen í eitthvert sæti.

Eftir er að telja um 2.700 atkvæði svo úrslitin er hvergi ráðin.