- Advertisement -

Litlar verðbreytingar hjá bakaríum

Margar kvartanir hafa borist Neytendasamtökunum vegna breytinga á vaski og vörugjöldum um áramót og finnst fólki sem verð ætti að hafa lækkað meira. Góður hluti þessara kvartana eru vegna bakaría þar sem bakarí nota mikið af sykri. Samtökin ákváðu því að kanna verðbreytingar hjá þeim. Hækkun vasks og afnám vörugjalds virðast jafnast út.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna  má sjá umfjöllun um þetta mál. Virðisaukaskattur á öllum bakarísvörum hækkaði úr 7 í 11% um áramót. Sætabrauð fellur undir tollskrárnúmerið 1905.9049, kökur og konditorstykki, en þegar sykurskatturinn var lagður á var lagt vörugjald á vörur sem falla undir þennan flokk upp á 21 kr./kg en jafnframt höfðu fyrirtækin heimild til að reikna vörugjaldið (sykurskattinn) út frá raunverulegu sykurinnihaldi.

Neytendasamtökin sendu fyrirspurn til sextán bakaría þar sem óskað var eftir upplýsingum um verðbreytingar á þessum vörum. Í þeim svörum sem samtökunum bárust má m.a sjá svör eins og þessi:

Vöruverð hefur hækkað aðeins undanfarið en ekki vegna þessara breytinga þar sem afnám sykurskatts og hækkun virðisaukaskatts jafnar hvort annað út.

Þú gætir haft áhuga á þessum

og

Myllan hækkaði ekki verð þegar sykurskatturinn var lagður á og hefur því verði ekki verið breytt vegna afnáms hans. Verð hækkaði í samræmi við hækkun virðisaukaskatts.

Það er mat Neytendasamtakanna miðað við svörin hér að ofan að eðlilega hafi verið staðið að verðbreytingum í bakaríum í flestum tilvikum. Lögð er áhersla á að hér verða Neytendasamtökin að treysta á upplýsingar frá bakaríunum.

Sjá nánar á vef Neytendasamtakanna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: