- Advertisement -

Listsmiðja fyrir börn / Frá píramída til geimdreka

Menning Það verður gaman í Ásmundsafni umhelgina, en sýningin Frá píramída til geimdreka – ferðalag um sýninguna Meistarahendur verður á föstudag 20. júní og laugardag 21. júní kl. 10-13

Boðið verður upp á dagsnámskeið í listsmiðju fyrir börn á aldrinum  6 – 9 ára í Ásmundarsafni dagana 20. og 21. júní. Börnin munu kynnast verkum og byggingu Ásmundar Sveinssonar ásamt því að fá tækifæri til þess að spreyta sig á eigin listsköpun innblásin af verkum hans.

Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt og Ásdís Spanó myndlistarmaður, sem báðar eru listgreinakennarar, leiða smiðjuna og leiðbeina börnunum á ferðalagi þeirra um hin efnismiklu og kröftugu verk Ásmundar.

Á námskeiðinu verður fjallað um sýninguna Meistarahendur þar sem valin verk innan-og utandyra verða skoðuð, en einnig verður spjallað um tilurð verkanna og efnisnotkun listamannsins. Að því loknu gefst börnunum tækifæri að vinna sín eigin þrívíð verk í anda Ásmundar.
Listsmiðjan er dagsnámskeið og fer fram frá kl. 10-13 báða dagana.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og fer skráning fram á netfanginu listsmiðja@gmail.com,  eða í síma 553-2155.

Æskilegt er að þátttakendur hafi útiföt og nesti meðferðis


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: