- Advertisement -

Listamannalaunum úthlutað

Rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir og Eiríkur Guðmundsson hljóta tveggja ára laun úr sjóði rithöfunda í ár. Tuttugu höfundar hljóta laun í eitt ár, ellefu í níu mánuði, 19 í sex mánuði og 18 í þrjá mánuði, eða 69 höfundar alls.Meðal  sviðslistafólks sem hlýtur laun úr sjóði sviðslista eru Alexander Graham Roberts, Aude Maina Anne Busson og Ásrún Magnúsdóttir, sem hljóta samtals 9 mánuði, Margrét Sara Guðjónsdóttir (8 mánuðir) og Ragnar Bragason (6 mánuðir). Þá hlýtur sviðslistahópurinn Sokkabandið 20 mánuða laun og Menningarfélagir tær hlýtur laun í 18 mánuði.

Meðal þeirra sem hljóta rithöfundalaun í 12 mánuði má nefna Andra Snæ Magnason, Auði Jónsdóttir og Braga Ólafsson.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: